25. júlí 2014

Skúli Þórðarson ráðinn sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

Gengið hefur verið frá samkomulagi um ráðningu Skúla Þórðarsonar sem sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. 
Skúli gegndi  áður stöðu sveitarstjóra í Húnaþingi vestra  eða frá árinu 2002 til 2014 en hann lét af þeim störfum í vor.  Áður gegndi  hann stöðu bæjarstjóra á Blönduósi frá 1994 til 2002.


Skúli var framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 1993 til 1994. Þá hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir hönd sveitarfélaga í Austur- og Vestur- Húnavatnssýslum og á Norðurlandi vestra undanfarin 20 ár.

Meira...

23. júlí 2014

Skrifstofa Hvalfjaðrarsveitar - Lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar er lokuð 28. júlí - 8. ágúst, báðir dagar meðtaldir, vegna sumarleyfa.

 

Starfsfólk skrifstofu Hvalfjarðarsveitar

Meira...

23. júlí 2014

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar

Laus eru til umsókna embætti sviðsstjóra leik- og grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Sviðsstjóri er í stjórnunarteymi skólans og starfar náið með skólastjóra samkvæmt skipuriti skólans. 

Menntunar- og hæfniskröfur  
·         Kennarapróf og kennslureynsla
·         Framhaldsmenntun eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg
·         Frumkvæði og samstarfsvilji
·         Góðir skipulagshæfileikar
·         Hæfni í mannlegum samskiptum
·         Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi

Meira...

17. júlí 2014

Hvalfjarðardagurinn

Lumar þú á skemmtilegum hlutum til að sýna? Hefur þú tök á að bjóða fólki heim? Viltu taka þátt í skemmtilegum viðburði?


Menningar- og atvinnuþróunarnefnd leitar eftir samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit. Dagana 29.-31. ágúst verður sumarhátíðin Hvalfjarðardagurinn haldin. Við stefnum að því að sveitin okkar verði iðandi af mannlífi og að boðið verði upp á skemmtilega viðburði þessa daga. En til þess að svo geti orðið þurfum við á aðstoð íbúanna að halda.

Meira...

Atburðadagatal

S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
1
2
3
4
5

6
7
8
91
2

3
4
5
6
7
8
9

Fyrri mánuður
júlí 2014
Næsti mánuður

Framundan

21. ágúst 2014

VEÐUR OG FÆRÐ

06:00
A 7
10,4 °c
06:00
NNV 3
10,8 °c
06:00
NA 5
11,7 °c
06:00
ANA 3
11,5 °c
.